Við erum í afskaplega gjöfulu samstarfi við Þorrasel, sem er dagdeild aldraðra á Vesturgötu. Þetta er einstaklega hlýlegt fólk og fallegt starf sem þar er unnið. Samveran felst í því að hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman. Fimm ára börnin fara til þeirra og þau koma til okkar. Þetta er ómetanlegt og við erum mjög þakklát.

Hér eru góðir gestir með okkur á Þorranum að hlusta á Steindór Andersen kvæðamann kveða og kenna kveðskap.

Hér eru vinir á handavinnustofunni og hún er draumur.

Svo er sungið, teflt og spilað.

© 2016 - Karellen