Innskráning í Karellen

Vorið 2014 fengum við Menningarfána Reykjavíkurborgar sem viðurkenningu fyrir okkar góða lista og menningarstarf. Við erum mjög þakklát fyrir þessa viðurkenningu, þar sem við leggjum mikið upp úr lista og menningarstarfi.

Leikskólinn Laufásborg er staðsettur í hjarta Reykjavíkur, gömlu og fallegu húsi með mikla sögu sem jafnan gengur undir nafninu Hamingjuhöllin. Það er mikil menning og saga í nánasta umhverfi skólans og við erum dugleg að nýta okkur það í skólastarfinu með ferðum á listasöfn og gönguferðum og heimsóknum víða.

© 2016 - Karellen