Innskráning í Karellen

NÁTTÚRA OG LIST Í BORGARUMHVERFI, ÚTIKENNSLA OG FORELDRASAMVINNA Í LEIKSKÓLANUM LAUFÁSBORG. Frá árinu 2008 höfum við haft þetta þróunarverkefni í gangi.

Hér er fylgiskjalið í pdf. formi sem lýsir best þróunarverkefninu okkar, en það fór með styrkumsókn til borgarinnar 2008.

Þar sem við vorum í millibilsástandi með heimasíðuna okkar þá byrjum við skólaárið 2018 með skráningu hér aftur. Í vetur verður Þórunn Eva Hallsdóttir, vinkona okkar og kennari í SMIÐJUNNI. Hún mun taka alla hópa í lotur í smiðjuna. Við ætlum líka að taka veglegan þátt í Barnamenningarhátíð eins og okkar er von og vísa.

❤❤Útieldhúsið okkar. ❤❤

Skólaárið 2014-2015

Við tókum mjög mikin þátt í Barnamenningarhátíð Reykjavíkurborgar og meðal framlaga okkar í ár kom úr smiðjunni fallegu en í vetur voru börnin að gera og vinna með Mandölur sem eru afskaplega fallegt form og falleg hugsun. Barnamenningarhátíð hefur fest sig í sessi og tökum við henni fagnandi í okkar menningarlega nám.

Hér er myndband af manngerðu Mandölunni sem var á hátíðinni

Börnin sem útskrifuðust vorið 2015 gáfu skólanum að gjöf tré í garðinn. Falleg gjöf sem skilur mikið eftir sig og frábært framlag í náttúrulega garðinn okkar þar sem tréin leika stórt hlutverk. Börnin komu í september til að gróðursetja tréin og var yndislegt að hittast aftur og algjörlega komin hugmynd að hefð. Hjartans þakkir elsku fjölskyldur og gangi ykkur vel.
Með fallegu trjánum fylgdi þetta fallega Kærleikstré þar sem falleg orð voru og þakkir til Laufásborgar frá börnunum. Við erum svo heppin hvað gott fólk streymir til okkar. Hjartans þakkir enn og aftur.

Eitt nýtt snilldaráhaldið settum við í garðinn okkar til að efla klifur, kraft í höndum og við þessar tvær slár leika börnin sér endalaust. Þetta hefur gefið ótrúlega mikið og börnin elska að hanga :)

Skólaárið 2012-2013

Útieldhúsið varð að veruleika og við erum þakklát fyrir það. Við fengum námskeið í útieldun. Foreldrar og kennarar gerðu útiþrautabraut fyrir sumarhátíð sem var snilld og er þal. fullt af náttúrulegum efniviði í garðinum. Smiðjan var með tálgun fyrir 5 ára og unnið í tréi. Einnig voru unnir munir fyrir árlega jólamarkað okkar til styrktar Sól í Tógó. Toppurinn á tilverunni var svo sandkassinn ÍSLAND sem kennarar gerðu á vordegi þar sem unnið er í garðinum fullorðinsverkefniog áhugavert hvað hægt er að draga saman í nokkrar setningar allt það mikla starf sem var unnið en við erum glöð og stolt af því

Skólaárið 2011-2012

Á þessu skólaári höfum við farið þá leið að hver hópstjóri er með sínum hópi í smiðjunni og hafi frjálsar hendur með list og verk.

hér er úr skólafrétt;

Kjarnarnir skiptast á að eiga smiðjuna, viku og viku í senn, en smiðjan er bæði smíðaverkstæði og sköpunarsmiðja. Sköpunargleðin blómstrar því börnin finna alltaf eitthvað áhugavert að sýsla við og ÞAU KENNA OKKUR ;) Hér hafa vinirnir í miðhópi Z á Eldri drengjakjarna raðað sér við stóra smíðaborðið og allt í góðu að halla aðeins, gerum gott úr því ;) Og hér á myndinni fyrir neðan eru vinirnir að negla í risavaxna mjólkurfernu ;) Hugmyndaflugið vantar ekki!!

Smiðjan okkar geymir gull <3 og öll börn blómstra í þessum aðstæðum, hvort sem það er með verkfærin við smíðaborðið eða vinna úr endurvinnsluna verk sem er þeirra hugsmíð

Það var gaman fyrir okkur að fá Kristínu Þorleifs, frábæru vinkonu okkar og velunnara, með erlenda nemendur sína úr Listaháskólanum. Heyra hana tala af svo mikilli þekkingu um náttúrulega útisvæðið okkar. Flott og skörp kona með mikla þekkingu á sínu sviði. Við erum heppin!

Kristín er nú búin að vera með okkur síðan við "fundum" hana í blaðaviðtali þegar hún var í doktorsnáminu sínu 2008 og var að rannsaka heilbrigði barna á náttúrulegum útisvæðum.

Útieldhús, metnaðarfull hugmynd verður unnin í vor/ sumar í tilefni af því að elsku Laufásborg verður 60 ára.
Koma þeir Daníel Hjörtur fyrrum faðir hjá okkur og smiðjukennari og Sigurbjörn faðir hjá okkur að vinnunni. Frábær fundur var haldin um verkefnið "brainstorm" Krístín mætti og okkar góða Margrét formaður foreldraráðs ásamt Oddi kennara sem kemur einnig að verkefninu.
Að sjálfsögðu komum við öll að þessu líka með einhverjum hætti en þetta er samt fullorðinsverkefni :) Að þetta heiti útieldhús er varla réttnefni því þetta verður mjög skapandi og með marga möguleika og síbreytilegt en með góðum grunni sem allt byggir á.

Það hefur skapast hefð fyrir því að við kennarar tökum "fullorðins" vorverkin eftir skóla þegar börnin eru farin heim ;) Við vorum á þriðjudaginn í glymrandi gleði og létum hendur standa fram úr ermum og fórum þreytt og sæl heim. Okkur tókst t.d að losa stífluna í hringnum og setja síu, við færðum kofann og festum hann betur, löguðum hliðin, máluðum helling og stungum upp stóru fallegu beðin sem börnin gerðu hér einu sinni! ásamt því að kennarastofan okkar og skúrinn fengu svaka upplyftingu og eru nú okkur til sóma :)

Hér er Teddi "húsvörður" mættur til leiks en hann er maðurinn hennar Matthildur og hjálpar okkur með nánast allt :)

Natalía byrjuð í beðunum með gaffalinn á lofti!

Jensa og Arna Björk tóku kofann.....

nei ok Ari og Oddur tóku kofann :)


Elísabet og Arna Guðrún alsælar að mála taflið Omar kom ekki nálægt því ;)

en Una ákvað að fjölmenna í verkefnið "að mála og spjalla" mjög gaman hjá þeim <3

Anna Ólöf fór meira að segja yfir til Ísl. auglýsingastofunnar og málaði ! veitir ekki af Ísl.auglýsingastofan þarf aðstoð ;)

Matthildur, Tedda og allar hinar kóngulærnar voru saman í skúrnum að KJARNA

María tók tunnurnar létt en það er okkur óskiljanlegt að alltaf sé hægt að setja "rusl" í gám!

Bjart yfir henni Gunnhildi okkar þarna á stubbnum

Dagný með tónlist í eyrunum sæl með það vinkonan ;)

En Fríða tók þetta alla leið með gallann ekki að spyrja að því :)

Þórir undi sér vel einn inni og við vissum ekki af honum ;)))) ofur duglegur líka að mála vinamottuna á ydk

Þetta var frábær dagur og við elskum Laufásborg og hugsum vel um skólann okkar ásamt mörgum frábærum foreldrum sem rétta hjálparhönd. Við þökkum fyrir það <3Skólaárið 2010-2011

Garðurinn okkar er grænni :)
Garðurinn okkar er alltaf jafn frábær en mjög breytilegur og það erum við sem breytum honum, börn og kennarar, en stundum fáum við góðar hjálparhendur eins og til dæmis Guðmund hjá Torf sem hefur verið að þökuleggja og mun þökuleggja meira í sumarfríinu!

Sandurinn verður líka minnkaður sem er um allt í garðinum ef svo má segja og kurl sett víða. Við höfum sett niður tvö baðker sem eru með sandi og hafa virkað vel sem "sandkassar" Markmiðið með sandkassanum uppi á stéttinni er að setja upp útieldhús en það er alvöruverkefni sem við gerum með Kristínu Þorleifs, landslangsarkitekt og velunnara skólans. En hún hefur verið okkur innan handar með svo margt í gegnum árin og hjálpað okkur mikið. Okkur finnst hún algjör snillingur sem kemur alltaf með skemmtiegar og góðar hugmyndir og eykur þekkinguna okkar.

Á vorin er garðurinn eins og náttúran, brúnn og grár, og við tökum því með bros á vör og það gefur bara nýja möguleika að garðurinn breytist með árstíðunum, vetur sumar vor og haust!

Við erum með náttúrulegan garð sem við sköpum sjálf og við finnum heilbrigði barnanna í þessum aðstæðum og munum þegar kastalinn og rólurnar fóru. Börnin fóru út og komu inn alsæl eftir góðan leik og mikla hreyfingu segjandi frá "NÝJA LEIKSVÆÐINU" Börnin sáu bara möguleikana og við sáum þetta gerast!

hér var gras sett í gær og til varð nýtt leiksvæði! áður vorum við með tvö reipi til að klifra í og hanga í. Svo er rólan þarna enn. Inngangurinn við Litla kjarna orðin grænni og fegurri eins og börnin sjálf. Svo er grasið innan girðingarinnar búið að skapa mörg ný tækifæri eins og hlaupa í úðarann eða allt það sem okkur dettur í hug.

Árið í Listasmiðjunni
Undanfarnir mánuðir í Listasmiðjunni voru lærdómsrikir og skemmtilegir.Fyrir hvert barn er þetta mikilvæg persónuleg reynsla, hvert barn finnur sína styrkleika og hæfileika . Fyrir okkur saman er vinna í Smiðjunni ævintýri. Mikið var um spennandi verkefnin með ýmiskonar efnivið, notum ólíkar aðferðir, áhöld og miðla. Í haust og vetur lifðum við okkur aðalega inn í heim myndlistarinnar en í lok vetursins byrjaði smiðakennsla og síðan var mikið unnið með tré.Í vor Daníel kenndi börnum að höggva og smiðaði fyrir þetta sér verkfæri fyrir barnahendur. Við líka elskum að "brjóta reglurnar" til dæmis að nota hamar í stað pensils og vinna liti úr því sem við finnum í okkar daglega umhverfi s.s. rauðkáli, grasi, blómum og berjum. Okkur hefur hlotnast sá heiður að taka þátt í Listahátíðinni List án landamæra og við vorum með sýningu sem kölluðum „Það sem ég finn í því sem ég fann".Þetta nafn af sýningunni lýsir okkar viðhorf og ramma sem við erum alltaf að halda okkur í þegar við erum að vinna.( Hvert verk á sína sögu ,sögu efniviðs,sögu barnsins sem er að skapa og sögu sem þróast í gegnum skopunarferlsins...).Okkur var sagt að sýningin Laufásborgar í Norræna húsi var frábær "inspiration"fyrir listafólk. Þetta er annað ár í röð að börnin okkar ljúka skólaárinu í smiðjunni með stóra sýningu og við ætlum að halda því áfram :) Við þökkum hjartanlega fjölskyldum okkar fyrir dyrmæta stuðning allt árið. Með kærleikskveðjum frá Listasmiðjunni til allra barnanna okkar og fjölskyldur þeirra, Jelena

Listahátíðin List án Landamæra færði okkur stórkostleg tækifæri og við vorum stoltir þátttakendur í annars stórri og glæsilegri hátíð. Mikill heiður fyrir okkur og við fengum mjög jákvæð viðbrögð við sýningunni.

Árið í Listasmiðjunni

ÞAÐ SEM ÉG FINN Í ÞVÍ SEM ÉG FANN!!!!

Skólaárið 2009-2010

hófst með því að dr. Kristína Þorleifsdóttir hélt erindi fyrir foreldra og kennara um Umhverfishvata og áhrif náttúrunnar á okkur. Einnig var farið yfir teikninguna af lóðinni og Kolbrún Odds. arkitekt fór yfir þökulagnirnar í sumar, verið er að gera tilraunir með ýmsar gerði af þökum. Kristín er sérfræðingurinn okkar á bak við þróun náttúrulega útisvæðisins.

Helga Guðrún verður smiðjukona vetrarins og mun vinna að listum í smiðjunni með börnunum. Helga er foreldrafélagskona eins og fyrirrennari hennar Þórdís Jóhannesdóttir.Jelena kennari hefur einnig tekið að sér að vera smiðjukennari og er það er frábært fyrir okkur. Saman mynda þær teymi sem vinna og þróa smiðjuna okkar.

Foreldrafélagið stóð fyrir söfnun á Sumarhátíðinni með þeim góðu smiðjukennurum, Jelenu og Helgu og safnaðist rúmlega 200.000 og var settur vaskur í smiðjuna sem er mikil gæðabót fyrir starfið í smiðjunni.

Heimsókn var farin að Ásgarði í Mosfellsdals þar sem þeir komu að gerð Laufásborgarlundarskiltisins. Þetta hreif okkur öll að koma þangað og í framhaldi var ákveðið að koma á samstarfi við Ásgarð um smíðakennslu úr tré og verður spennandi að sjá framhaldið á því. skiltið var hannað af Margréti sem er foreldri á Laufásborg og við uppsetningu hjálpaði Daníel faðir á Laufásborg.

Við erum lánsöm og þakklát á Laufásborg fyrir foreldraframlögin sem eru einstök og ómetanleg fyrir starfið og gerir skólann betri.

úr skólafrétt;

Smiðjufréttir
Við viljum deila því með ykkur að smiðjustarfið er einstaklega frábær viðbót í okkar góða skólastarfi og þær Jelena og Helga starfa þar saman í mikilli einingu. Við erum öll mjög stolt af smiðjunni og nýtum vel þá möguleika sem hún gefur.

Inn á kjarnana hér á heimasíðunni fara ljósmyndirnar sem eru teknar í smiðjunni, gaman fyrir ykkur að fylgjast með þar og líka mæta á sýningarnar ;) Það var t.d mikil upplifun fyrir drengjahóp sem var í lotu í síðustu viku að bjóða foreldrum sínum á geimsýninguna !!!

börnin okkar :) eru öll svo einstök og þegar sjálfsprottin sköpun/smíðavinna fær notið sín sést hvað börnin hugsa ólíkt og engin eins! Þetta er líka lærdómsrík þar sem við æfum skapandi en ekki apandi hugsun!

Grenndargarðssamningur sumarið 2009

leikskólans Laufásborgar og Reykjavíkurborgar

  1. Leikskólinn Laufásborg, Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar gera með sér samning um samstarf og nýtingu grenndargarðs í leikskólastarfi.
  2. Með samningi þessum fær leikskólinn Laufásborg frjálsan aðgang að afmörkuðu garðsvæði innan Hljómskálagarðsins, sem staðsett er í austanverðum garðinum norðan aðalstígs sem liggur frá Bragagötu. Leikskólinn deilir svæðinu með almenningi og ber ábyrgð á sínum nemendum og umgengi þeirra á skólatíma.
  3. Markmið samstarfsins er að skapa vettvang fyrir umhverfisfræðslu í nágrenni skólans þar sem tækifæri gefast á að þróa svæði sem býður upp á skemmtileg tækifæri til fræðslu og leikja.

Unnið verður á grundvelli sjálfbærrar þróunar hvað varðar nýtingu og umgengni við garðsvæðið. Í því felst að móta aðstöðu sem nýtist vel í leikskólastarfi og að svæðið sé ræktað og hirt þannig vistkerfi þess haldist í góðu ástandi. Leikskólinn ber ábyrgð á nemendum við störf í grenndarskóginum og sér til þess að umgengni sé eins og best verður á kosið.

  1. Leikskólinn hefur óheftan aðgang að grenndargarðinum í skipulögðu skólastarfi til náms og dvalar. Hann greiðir ekki leigu fyrir afnotin og ber ekki kostnað af umhirðu þess en er heimilt að nýta þaðan efni til kennslu eða annað sem til fellur vegna almennrar umhirðu að höfðu samráði við Umhverfis- og samgöngusvið.

Leikskólinn sér um að merkja grenndargarðsvæðið en Umhverfis- og samgöngusvið borgarinnar leggur til efni í skiltið og stoðir til að festa skiltið á.

Hafi leikskólinn hug á að byggja upp aðstöðu í grenndargarðinum sem flokkast undir mannvirki af einhverjum toga, ber honum að hafa samband við Umhverfis- og samgöngusvið sem leggur mat á staðsetningu, efnisnotkun og frágang.

Óski leikskólinn eftir því að nemendur vinni við gróðursetningu, grisjun og umhirðu í grenndargarðinum skal leitað umsagnar Umhverfis- og samgöngusviðs sem leggur mat á framkvæmdirnar. Gerð skal umhirðuáætlun sem hægt er að styðjast við í skólastarfi.

Umhverfis- og samgöngusvið samþykkir að láta leikskólann vita með góðum fyrirvara standi til að vinna í grenndargarðinum s.s. við grisjun, plöntun eða annað sem gæti haft áhrif á vinnu nemenda í honum og nýst gæti í skólastarfi.

  1. Samstarfsaðilar gera með sér áætlun sem skilgreinir markmið einstakra þátta í samstarfinu s.s. uppeldis- og kennslufræðilegar áherslur, uppbyggingu á aðstöðu og reglur um umgengni, ræktun, umhirðu og nýtingu svæðisins. Skal áætlunin skoðuð árlega og árangur metinn.
  2. Samstarfsaðilar tilnefna tengiliði sem halda utan um samstarfið og bera ábyrgð á framkvæmd þess gagnvart samstarfsaðilum.

Samningurinn gildir til þriggja ára frá undirskrift en hvor samstarfsaðili getur sagt honum upp skriflega með 3 mánaða fyrirvara.

Samkomulagið er gert í tveimur samhljóða eintökum, eitt fyrir hvorn aðila.

Verkefnisáætlun sem Kristín gerði fyrir skólann og er ansi ítarleg og góð

HÉR ER SKÝRSLA V. UMSÓKNAR UM GRÆNFÁNA SEM FÓR FRÁ OKKUR 8.12 2009

Hér er pdf.skjal -skýrsla sem fór í febrúar 2010 v. þróunarstyrks til borgarinnar 2009Á skólaárinu 2008-2009

þróuðum við vinnuna í smiðjunni með þeim hætti að allir hópar fóru í lotum til Þórdísar listakonu sem tók þessi fyrstu skref með okkur og á þakkir skildar. Aðföng í smiðjuna er endurnýtanlegt efni sem kemur að heiman. Þá daga sem listakennari er ekki í smiðjunni notum við hópstjórar vel. Smíðaverkstæðið í smiðjunni er líka mjög gott fyrir börn. Við áttum mikið og gott áframhaldandi samstarf við dr. Kristínu Þorleifsd. landslangarkitekt og hönnuð en það má segja að hún aðalmanneskjan á bak við náttúrulega útisvæðið okkar, hún gerði þarfagreiningarmótel af útisvæðinu, sem hefur ekki verið áður gert á leikskólum og á að stuðla að markvissri vinnu og uppbygginu út frá Hjallastefnunni og leikskólalögum. Kolbrún Oddsdóttir gekk til liðs við okkur, þökk sé Kristínu :) og í samvinnu gerðu þær teikningu af lóðinni og plöntulisti var unninn. Þökulagt hefur verið stórt svæði. Það sem skiptir líka jafnmiklu máli og það góða fólk sem leggur okkur lið með miklum myndarskap er framlag kennarana að halda verkefninu lifandi, í deginum erum við að framkvæma, hugsa, gera og sinna með börnunum. Að við notum útisvæðið eins og við gerum það er gullið í þessu, þetta er hluti af okkar leikskólastarfi og mjög lifandi þáttur. Allt það smáa sem hefur verið gert tónar vel við þá þekkingu sem Kristín hefur gefið okkur til að auka þroska og heilbrigði barna á náttúrulegum útisvæðum.

Hér er teikningin af lóðinni

Plöntulisti


Skólaárið 2007-2008

byrjaði þróunarverkefnið okkar með því að við kynntumst Kristínu og haldið var stutt námskeið um útikennslu.

Þetta eru punktar frá því að Kristín kom 2007 á námskeiðsdag með foreldrum og kennurum. Þetta var frábær dagur, góð fræðsla, og svo hafði Kristín talað við börnin og tekið myndir af þeim út í garði og það var mjög áhrifamikið því þarna var heill heimur fyrir þeim á náttúrulega útisvæðinu okkar:)

qHún segir að það eitt af því sem hún er að gera er að gera "þarfagreinamódel". Þá er verið að skoða náttúrusvæðin út frá þroska, aldri og skynörvun barna.

qHún kom inn á að örva fleiri skynfæri á útisvæði, sjón, heyrn, lykt og þh.

qHún talar um að vinna út frá grunnefnunum –Loft-vatn-jörð-eldur. Hún segir að þetta séu efnin sem við nærumst á eins og Aristóteles talaði um. Í göngutúr öndum við að okkur lofti og fáum súrefni úti. Eldur er róandi-bál!

qGarðurinn er leikgarður ekki skrúðgarður!. Börnin byggi, efni sé færanlegt. Nota efniviðinn, hann eigi að veðrast og eyðast. 4 ár líftíminn ef svo má segja. Skipta út nýja brumið eykur sköpun t.d. setja inn skeljar svo eru þær búnar.

qÞað á ekki að hugsa garðinn til eilífðar ef svo má segja. Gera skemmtilega hluti sem eru hér og nú og börnin sem eru skapa menninguna og endast kannski bara daginn!

qAlltaf að hugsa garðinn í svæðum, léttara að skoða lítil svæði í einu og breyta einu og einu í einuJ(mátti til).

qFinna Línu langsokk í sérJ hvað mundi hún gera? Setja fæturnar á koddann og hugsaJ

qSkissa garðinn er líka góð leið

qFá hugmyndir frá 4-5 ára börnunum, hvað dettur þeim í hug. Við eigum að skapa sjálf en gott að fá aðstoð og þekkinguJ frá Kristínu, Óla skóg, Guðjón sem er með stokk og steina.

qSvo var hún með hugmyndir að gera garðinn "glaðlegri" og setja inn hljóðörvun. Útihljóðfæri, þyrlur, osfrv. Ýmsar skemmtilegar útfærslur.

qHugsa í árstíðum, laða að fugla, vera nýtinJ

Markviss útikennsla er einn af okkar stóru þáttum líka og eru kjöraðstæður fyrir félagsfærninám.

Hér eru punktar um markvissa útikennslu sem við fengum á námskeiði

qÍ útikennslu er fræðimenn /konur sem segja t.d. Rachel Carson "ít is not half so important to know as to fell". Joseph Cornell "Teach less, share more" = mjög hjallískt og við bara skellum okkur á hnéin og vekjum áhuga með okkar áhugaJ. Howard Gardner segir um umhverfisgreind, " Hæfileiki mannsins til að greina á milli lífvera í náttúrunni, tengist þörf mannsins að lifa af. Norðmaðurinn Arne N. Jordet segir að útikennsla sé að fara út úr kennslustofunni og nota "nær" umhverfið til kennslu og fara inn til að vinna með kennsluna áfram eða í viðara samhengi og útikennsla á ekki að koma í staðin fyrir innikennslu heldur sem viðbót.

qKostir útikennslu fyrir nemandann.

1.Aukin námsaðlögun, þe. Einstaklingsmiðað nám.

2.Eykur félagslega færni einstaklingsins, brýtur upp hlutverk nemandanna.Samskipti meiri og flóknari félagslegri tengsl t.d. barn meiðir sig úti=) bjarga sér, hjálpast að, vinna saman. Þegar við erum að "gera" þá kynnumst við betur/nánar. Við spjöllum kannski meira, "mala saman". Vellíðan eykur líkur á jákvæðum samskiptum =) spjalli. Með námi í formi mötunar eiga sér ekki stað samskipti milli nemenda.

3.Eflir heilbrigði og stuðlar að betri heilsu sem er mjög mikilvægt í dag.

4.Aukin hreyfing = ekki spurning

5.Styrkir jákvæða upplifun nemenda af skólastarfi og rannsóknir hafa sýnt fram á það. Þetta er mjög mikilvægt vegna þess að velferð barna er grundvallaratriði til náms/menntunar.

qKostir fyrir kennarann:

1.Bætir bekkjaranda og styrkir samheldni bekkjarins

2.Dregur úr klíkumyndun í bekk

3.styrkir tengls kennara og nemanda og gerir þau nánari

4.Auðveldar samþættingu námsgreina

qKostir út frá umhverfi.

1.Gefur manneskjunni meira gildi ef við þekkjum umhverfið okkar.

2.Ef ég t.d. á mitt tré sem mér er annt um þá hefur það gildi fyrir mig. =) umhverfið skiptir méira máli og stuðlar að umhverfisvænni lífsháttum., að hafa þekkingu á umhverfinu. Skynja náttúruna og upplifa hana.

3.Bætir umgengni og virðingu.

qNesti lyftir samverustundinni á æðra plan =mæli með því! Getur verið mjög einfalt en samt skapað notalega samveru.

qVið erum svo flink nefnilega að eiga okkar stefnumótastað/biðpláss fyrir hópana okkar. Við notum flautur til að ná hópnum saman líka mikilvægt öryggisatriði ef kemur upp neyðartilvik (barn stungið af geitungi!).

qGóð hugmynd er að æfa "heimastofu" úti. Ef hópur fer og er að rannsaka þá er fyrst ákveðið hvar "heimastofan" er. Þannig getur það þróast og skapað reglu í ferðunum sem eru allar ólíkar að við eigum okkar "heimastofu" sem fastan punkt.

q"Allt skemmtilegt". Það er nefnilega svo fyndið að ef lokið er á einhverju sérlega skemmtilegu þá var " allt skemmtilegt" .

qVið þufrum ekki að vera líffræðingar eða náttúrufræðingar! Fræðsla eykst með aukinni reynslu og áhuganum á því sem við sjáum og kynnumst. Við förum þá leið að vekja áhuga barnanna á aukinni þekkingu á náttúrunni, ef þau t.d. fá áhuga á blómum þá munu þau kynna sér /spyrja um heiti blómanna og það sem meira er læra þauJ

qVið þurfum líka að vera tilbúin að sveigja og beygja. Við erum úti í náttúrunni sem er lifandi og þá getur allt gerst! Við ætlum t.d. að skoða sóleyjar en gæsahópur flýgur yfri! Þá fer athyglin á gæsirnar og við vinnum út frá því af því að þær vekja áhuga. Mikilvægt að virða það og sýna sama áhuga ef ekki meiriJ.

qÞað er líka góð hugmynd að koma ´ser upp "útikitti", eignast gögn ódýrt dót til að nota í ferðunum.

qKennarapoki í skólanum. Í honum er: fyrsta hjálp, "gögn", sími, myndavél osfrv.

qVefurinn natturuskolinn.is er frábær og áhugaverður, mjög aðlaðandi. Þar er einnig að finna námsefnisafn.

qAðalatriðið fyrir okkur er að vera ekki "þröskuldur" á útikennslu heldur fara af stað með opnum huga, sjá hverju börnin gefa gaum!(munum eftir því), fara á hnéinJ vera jákvæð og glöðJ. Þá gerist galdur.

qÚtikennsla er frábær leið fyrir okkur til að auka vellíðan barnanna og stuðla að félagsfærni- við heppin. Og það er í boði að "fara út úr dagskránni" með hópinn sinn og vera ekki í vali. Bara frábært og við vöknum með náttúrunni kæru vinir og vinkonurJ.


© 2016 - Karellen