Innskráning í Karellen

HANDGERÐ, KALDPRESSUÐ SÁPA

Laufásborg hefur tekið upp notkun á handgerðri sápu í dásamlegu samstarfi við Öldu Lóu Leifsdóttur, á litlar og stórar hendur jafnt sem við öll þrif skólans, svo kölluð: All in one sápa (semsagt líka fyrir hárþvott) . Sápan sem er nauðsynjavara sem við berum á líkama okkar og barnanna okkar, og öll dagleg þrif þurfum við að umgangast með ást og virðingu einsog okkur sjálf og umhverfi okkar. ENDURVINNSLA OG KOLEFNISSPOR Sápan okkar á Laufásborg hefur marga kosti fram yfir aðra sápu sem við höfum notast við. Í fyrsta lagi er sápan okkar á Laufásborg framleidd úr endurunni repjuolíu sem okkur áskotnast frá matvælafyrirtækjum einsog tld. Móðir Jörð. Þessi endurnýting sparar okkur kolefnisspor og stuðlar að sjálfbærni þegar við sækjum ekki langt yfir skammt og nýtum það sem gengur af hjá veitingahúsum og matvælafyrirtækjum. Matvælafyrirtækið hreinsar olíuna eftir notkun og færir okkur hana á brúsa til endurvinnslu sem við notum í okkar kaldpressuðu sápu. NOTAGILDI Sápan okkar hefur sýnt sig að vinna með ólíkindum vel á skít, hvort sem um er að ræða viðbrennd panna, matarlitir og málning á húð eða fötum eða tjaran á gólfinu. Sápan okkar vekur upp endurminningar frá gömlu Ajax auglýsingunni, þegar “húsmóðirin“ töfraði burt skítinn með einu handtaki. Munurinn er auðvitað sá að við erum með sápu sem inniheldur ekkert af hættulegu efnunum í Ajax, auk þess mýkir hún húðina og skilur við hana silkimjúka og síðan lyktar hún mun betur en Ajax þar sem við bætum nokkrum dropum af ilmkjarnaolíu af eigin vali og ósk notenda okkar. NÁTTÚRULEGT GLÝSERÍN Innihaldsefni sápunnar okkar eru allt efni sem við þekkjum, aðeins mismunandi jurtaolíur og vitissódi. Þegar Sódi vinnur á jurtaolíu og fitu verður til náttúrulegt glyserin sem mýkir og elskar húðina. Þetta ferli tekur tvo mánuði, en vítissódinn vinnur á olíunni/fitunni í nokkrar vikur eða þangað til að vítissódinn er horfin og eftir stendur sápa með náttúrulegu glýseríni. Mýkingarefnið Glýserín þykir nauðsynlegt í handsápu og krem. En glýserín í iðnaðarsápu er ekki náttúrlegt þar sem efnum er hrært saman í pott í verksmiðjunni. Þess konar iðnaðar glýserín verður ekki til í því efnahvarfi (sódí sem vinnur á fitu) einsog því sem kaldpressuð sápugerð stendur fyrir. Iðnaðarsápan er blanda af kemískum efnum sem mynda sápulíkið eða iðnaðarsápuna og hefur þess vegna alls ekki hina góðu eiginleika sem hin handgerða kaldpressað sápa hefur. Iðnaðarsápa þurrkar húðina frekar en mýkja hana einsog við öll þekkjum vel eftir allan handþvottinn í Covid. ÞUMALPUTTAREGLA FYRIR GÓÐA VÖRU Mikilvægt er að skilja heitin á innihaldsefnunum á sápuefnunum sem við notum til þess að þvo okkur, vinnustað, og heimili okkar með. Því færri innihaldsefni er þumalputtaregla um góða vöru í sápuiðnaði og sérstaklega ber að varast vörur sem innihalda efni með óskiljanlegum og löngum nöfnum. Mörg efni í sápuiðnaði eru illa uppleysanleg og skaðleg fyrir náttúruna, einnig eru efni í iðnaðarsápu sum talin eru vera krabbameinsvaldandi, skaðleg fyrir öndunarfæri, ofnæmisvaldandi, og því sérstaklega skaðleg fyrir þau sem hafa að atvinnu að þrífa og eru innan um sterk uppleysis- og eiturefni allan daginn. Sápan okkar er þar að leiðandi mjög væn þeim sem þrífa, jafnt sem fyrir allar litlar og stórar skapandi hendur. SJÁLFBÆRNI Sjálfbærni er nauðsynleg til þess að svara öryggisþörf okkar. Þegar við erum orðin háð iðnaðarvörum, efnum sem við skiljum ekki og vitum ekki hvernig virka þá lifum við í búbblu og missum tengingu við jörðina okkar og hvernig okkur reiðir af. Á okkar tímum er erfiðara að horfa framhjá skaðsemi iðnaðarvara þar sem við erum meir og minna upplýst um skaðsemi þeirra. Ef við tökum ekki tillit til náttúrunnar út frá neyslu þá getur lífstíll okkar alið á tengslaleysi og óöryggi því við erum ekki varhuga af því hvernig jörðin skreppur saman vegna mengunar af mannavöldum. Þess vegna er sjálfbærni mikilvægur liður til þess að öðlast stjórn og andlega og líkamlega vellíðan. LAUFÁSBORGARSÁPAN FYRIR ALMENN ÞRIF Innihaldsefni. 70 % repja 15 % hempolia 15 % laxerolía 135 gr sódi 350 gr vatn Ilmolía 20 dropar lavender ilmkjarnaolia LAUFÁSBORGARSÁPAN FYRIR HÚÐ OG HÁR INNIHALD 70 % Repjuolíu, 10 % laxerolía, 10 % hempolía, 10 % Karite Ilmolíur 20 dropar tea tree 15 dropar orange 20 gr Franskur rauður duft leir (leirinn er bæði til að gefa sápunni létt bleikan lit, en leir þykir einnig soga til sín óæskileg efni frá líkamanum)

© 2016 - Karellen