Innskráning í Karellen

Tilnefning til Foreldraverðlaunanna ❤ϰ
Við viljum þakka innilega fyrir tilnefninguna til foreldraverðlauna Heimilis og Skóla fyrir forritið http://www.skolakerfi.is/



Við erum alltaf jafn stolt og glöð með forritið sem við fengum Hermann Björgvin Jensuson til að forrita með okkur fyrir VALIÐ. Þetta var þvílík gleðistund fyrir okkur þegar mætt var og byrjað að þróa þetta saman. Gera þetta eins og okkur fannst best. Það að halda valfundi með ipad og að skráningin sé komin á vefforit, skolakerfi.is og ná í samtalningu fyrir hvert barn á augnabliki er snilld finnst okkur.
Okkur þykir mjög mikilvægt að skila skráningum til foreldra og Hjallastefnan er örugglega þar fremst í flokki með að skrá daglegt skólastarf. Dagskráin okkar byggir á hópatímum og valtímum og báðir þættir eru skráðir á hverjum degi og að skila samantekt á vali barnanna til foreldra eru gæði því þetta eru upplýsingar sem við finnum að allir foreldrar kunna svo vel að meta, sjá val barnsins síns.
Skráning í skólastarfi er fagmennska og erum við stolt af þessu framlagi okkar til að gera líka starfsumhverfi kennara faglegra og vinna með upplýsingar.

Tilnefning til Foreldraverðlaunanna ❤ϰ


kannski óljós mynd en hér er dæmi um hvernig hægt er að sjá hvern mánuð vals hjá barni og svo er línurit sem sýnir sögu valsins hjá hverju barni frá upphafi skólagöngu.

© 2016 - Karellen