Á foreldrafundi nú í september 2017 varð til nýtt og öflugt foreldraráð. Það eru þær Inga móðir Ara, Helga móðir Sóleyjar, Bára móðir Ragnhildar og Auður Kamma móðir Einars Sveins.

Við erum þakklát fyrir þessar kjarnakonur. Fyrsti fundur hefur verið haldin og m.a. ákveðin tími fyrir Ljósahátíðina okkar, sem er árleg hátíð í janúar. Mjög falleg stund sem við eigum saman í garðinum við ljós og söng. Fleira er á döfinni og verður því deilt í pósti.

Gjald í foreldrafélagið er 500.- og innheimt með leikskólagjöldunum í hverjum mánuði.


Laufásborg skólaárið 2016-2017

Við höfum ásamt foreldrafélaginu ákveðið að prófa nýja leið með "foreldrafélags" hugmyndina. Það er ekki í lögum að foreldrafélag sé starfandi í skólanum. Foreldraráð er starfandi skv. lögum og fer yfir lögbundin gögn og gerir það áfram.

Nýja leiðin er að við erum öll sem eitt foreldrafélagið. Við erum að breyta skipulaginu frá því að nokkrir foreldrar mæti á fund yfir í það að hafa þetta þannig að hvert framlag er eins og hver vill og hverjum hentar.
Áfram verður gjaldkeri og foreldrar greiða 500 krónur í sjóðinn á mánuði og rennur peningurinn óskiptur til barnanna.
Við erum þakklát fyrir að það er gott samband og traust milli heimilis og skóla. Foreldraframlögin streyma til okkar og stækka skólann alla daga.
Það sem stendur út af er Sumarhátíðin sem er alltaf svo stórkostleg. Þá kom sú hugmynd að þær fjölskyldur sem eru að kveðja skólann, 5 ára börnin, haldi hátíðina. Þetta er "bless og takk fyrir okkur" hugmynd. Við höfum alltaf fundið sterkt fyrir því að foreldrar vilja gleðja okkur við þessi tímamót og því kom þessi hugmynd upp.
© 2016 - Karellen