Innskráning í Karellen
news

Stúlkur í uppbótavinnu ❤️

22. 09. 2016

Uppbótarvinnan er eitt aðalmarkmiðið með kynjaskiptingunni hjá okkur og snýst um æfingu sem við sköpum fyrir börnin á hverjum degi. Uppbótarvinna er hjallískt hugtak yfir verkefni og aðstæður þar sem stúlkur og drengir fá tækifæri til að styrkja þá eiginleika sem auðveldlega geta verið vanræktir vegna kynferðis. Börnin fá öll að æfa sig í mismunandi verkefnum sem samfélagið eignar gjarnan hinu kyninu. Þannig brjótum við niður þessar staðalímyndir með það að markmiði að hugmyndir eins og „stelpulegt" og „strákalegt" nái utan um hvað sem stelpu eða strák dettur í hug að gera.

Í skólasöng barnaskóla Hjallastefnunnar koma fyrir þessar línur:

Ef styrkinn sinn stelpurnar nýta

þær stökkva yfir hindranir létt.

Á fjölbreyttar lausnir þær líta

og lífsglaðar taka á sprett.

Þær eiga ekki síður við það sem við erum að æfa með yngstu stúlkunum okkar, því uppbótarvinnan er jafn mikilvæg í upphafi leikskólagöngunnar og á seinni skólastigum. Í stúlknauppeldinu leggjum við mikla áherslu á hvers kyns sjálfsstyrkingu. Stúlkurnar fá skemmtilega þjálfun í að koma fram og láta ljós sitt skína. Þær læra að leysa þau vandamál sem upp koma sem og að leita sér aðstoðar þegar svo ber undir. Þá hafa þær líka verið í miklum styrktaræfingum í allan vetur. Að „hanga saman" hefur t.a.m. aðra merkingu í þeirra huga en margra annarra, því ein af þeirra uppáhaldsæfingum er einmitt að hanga - bókstaflega. Þær geta orðið hangið á slá í heila mínútu án þess að missa takið. Geri aðrir betur! Svo fara þær á útisvæði og bera þunga steina og trjádrumba um garðinn þveran og endilangan án þess að blása úr nös.




Myndband: Verkfæravinkonur!

„Alvöruverkefni" eru börnunum dýrmæt, það gefur þeim mikið að finna að þeim sé treyst. Þetta myndband sýnir glögglega hvernig uppbótarvinnan getur skilað sér: stúlkurnar á Laufásborg eru áræðnar og frjálsar undan oki staðalímynda kynjanna. Þeim þykir fjarstæðukennt að þær ráði ekki við að bora og skrúfa - sem það auðvitað er! Þessar stúlkur eru ekki kallaðar verkfæravinkonur fyrir ekki neitt. Þær láta ekkert hindra sig og vita að þær geta allt sem þær vilja! Þessar lífsglöðu og hressu vinkonur fara í kraftgöngur, leika sér á tánum í grasinu og nota málband, hallamál og borvél eins og enginn sé morgundagurinn.




























Það eru sterkar stúlkur á Laufásborg!!!




Hér eru þær verkfæra vinkonur

Vinkonurnar æfa sig líka að læra hvernig hægt er að fá hluti til að virka með LITLE BITS sem er flott rafmagnsdót sem við eigum. Þetta er mjög skemmtilegt og skapandi





Þrautabrautir eru vinsælar og eru allskonar. Markmiðið er hreyfing og þjálfun líkamans.

Stúlkurnar æfa sjálfstæði og að gera ein í einu eða koma á sólina ein í einu eða fara í sendiferð "ein í einu" er góð æfing.
Eins er það með t.d. efnivið þar sem hver og ein stúlka hefur sitt pláss þá æfa drengirnir að deila.




SPRELL OG FJÖR hjá vinkonum er alveg nauðsynlegt :) "ÉG ER FYNDIN" er mjög gott að æfa, að stúlkur séu fyndnar og skemmtilegar.


© 2016 - Karellen