Aldís vinkona okkar er skáti. Hún hefur unnið mörg ár með börnum. Byrjaði á Laufásborg 2012. Hún lærði hönnun frá TÍ og hefur sótt mörg námskeið á Greiningarstöðinni.
Arna vinkona okkar hefur unnið í Hjallastefnunni síðan 2001 og á Laufásborg frá 2009. Arna er með BA próf í sálfræði og hafði áður unnið við atferlismótun barna og haldið námskeið í SOS aðferðinni.
Auður vinkona okkar byrjaði á Laufásborg haustið 2016. Við höfðum áður kynnst henni í gegnum hjálparstarfið okkar með Sól í Tógó. Hún hafði verið 2 ár í hjúkrun en skipti yfir í myndlist.
Marcin vinur okkar er listamaður og kemur frá Pollandi. Hann er stoðþjónusta. Til gamans má geta þess að hann býr til fallegar brúður sem heita Friends from the moon.
Omar vinur okkar byrjaði á Laufásborg 2009. Hann er skákmaður, unnið mikið fyrir FIDE, þjálfað landslið og er skákkennari. Hann er viðskiptafræðimenntaður.