Innskráning í Karellen

Franska - Kennari er Sólveig Simha.

Við hófum samstarf við Alliance 2013 um frönskukennslu fyrir 5 ára börnin. Þetta er frumkvöðlastarf í leikskólastarfi og fer fram í gegnum leik og söng. Börnin hafa kynnst franskri menningu og hefur frönskukennslan skilað sér vel inn á heimilin og skapað áhuga fyrir franskri tungu og því sem franskt er. Einnig er unnið með franskar þjóðsögur í gegnum brúðuleikhús tímunum. Markmiðið með kennslunni er að kveikja áhuga á tungumáli, hafa gaman, og að tjá sig við frönskumælandi jafnaldra og kennslan snýst því um þeirra daglega líka. Gefa þeim leiðir til að tjá sig og vera ófeimin að mæta öðrum börnum og láta ekki ókunnug tungumál stoppa sig. Þetta er kjöraldur til að kenna tungumál og ná hreimnum..

Foreldrar fá póst heim um hverja kennslustund og upptökur til að tengja við heimilin.


© 2016 - Karellen