Innskráning í Karellen

Velkomin á vef leikskólans Laufásborgar

Laufásborg er Hjallastefnuleikskóli við Laufásveg í Reykjavík
Netfang: laufasborg@hjalli.is, Sími: 5510045

Takk fyrir.

news

við kvöddum með þakklæti stórkostlegt skólaár ❤️

11. 08. 2018

Kæru vinkonur og vinir.

Síðasta skólaár var ótrúlega viðburðaríkt og endaði með þakklætisstraumum. Það var með gleði og trega sem kveðjustundir áttu sér stað og þakklætið umvafði allt. Við erum ótrúlega heppin að vera umvafin kærleiksríkum og öflugum fjölskyldum. Við óskum öllum Laufásborgurum velfarnaðar og gleði á nýjum slóðum.

Stutt greinargerð um starfið á síðasta skólaári.

Skólaárið einkenndist af miklum metnaði og gleði. Við einbeittum okkur á hverjum degi að gera góðan skóla betri og það gerum við með áhaldinu okkar, Hjallastefnunni, kynjauppeldið er það sem allt annað sem við bjóðum upp á byggir á og við erum mjög stolt af því og ber myndasafnið okkar á innra neti þess vitni. Ásamt því að við deilum með foreldrum á hverjum degi hvað er gert í hópatíma og um hver mánaðarmót fá foreldrar samantekt á vali barnsins síns.❤️

Við erum stolt af gestagangi bæði erlendra og innlendra gesta sem komu til þess að kynna sér Hjallastefnuna. Einnig komu mikið af erlendu fjölmiðlafólki til okkar. Segja má að gestir hafi komið til okkar í hverri viku. Við fundum aukin áhuga á Hjallastefnunni erlendis frá og ákvað Hjallastefnan að efla mótttöku þess vegna. Margrét Pála tók á móti gestum og í framhaldi fengu þeir að sjá hvernig Hjallastefnan virkar í reynd. Þessi áhugi var mjög hvetjandi og gaman fyrir okkur sem hóp að finna það sem gestirnir upplifðu „glöggt er gestsaugað“. ❤️

Við fórum á Heimsmeistaramót í skólaskák til Albaníu með fjórar 5-6 ára stúlkur. Skjal: HM í skólaskák Albania-samantekt.docx. Þetta var í fyrsta skipti sem leikskólabörn fara á Heimsmeistaramót og það vakti mikla athygli í skákheiminum. Forsetinn kom og hitti stúlkurnar og hvatti þær til dáða. Forsætisráðherra óskaði eftir þátttöku stúlknanna í fjöltefli til styrktar Unicef. Menntamálaráðuneytið ásamt fleirum styrkti þátttöku á Heimsmeistaramótinu. Foreldrar studdu verkefnið dyggilega og má segja að það sé þeim að þakka, að þau hafi treysta okkur og trúað á verkefnið, að það varð að veruleika.Líka var mikill einhugur í skólanum. Börn og foreldrar fylgdust vel með að heiman. Stúlkurnar stóðu sig afar vel og fengu mikið hrós fyrir úthald, taflmennsku, framkomu og prúðmennsku. Samtals fengu þær 11,5 vinning á mótinu sem var frábær árangur.Við stefnum á að fara á næsta Heimsmeistaramót sem verður haldið í Túnis á næsta ári. ❤️

Annað stórt verkefni sem við tókumst á við var vinnustytting. Hjallastefnan fór af stað með tilraunaverkefni sem felur í sér að stytta vinnuvikuna. Það var mikil áskorun og voru allskonar útfærslur prófaðar. Við höfum náð nokkuð góðum tökum þessu og er mikil ánægja meðal starfsfólks með þetta verkefni. Markmiðið er að:

1.Minnka álag á starfsfólki

2.Fækka fjarvistum vegna veikinda

3.Minnka skrepp á vinnutíma

5.Lengja starfstíma kennara og auka lífsgæði þeirra

Foreldrafélagið kom sterkt inn í vetur og við erum mjög þakklát fyrir það. Punkturinn yfir I-ið var stórkostleg sumarhátíð sem var haldin 3.7. Það er okkur hjartans mál að traust ríki og saman gerum við góðan skóla á degi hverjum. umbótaáætlun vegna foreldrakönnunar skólaárið 2017-2018.docx. Foreldrarkönnunin kom mjög vel út og við þökkum ykkur elsku foreldrar fyrir það.

Myndirnar hér fyrir neðan segja meira en mörg orð um síðustu dagana fyrir sumarfrí og myndin sem fylgir fréttinn er einstakt málverk eftir þakkláta ömmu. ❤️Takk ❤️

Árlegi vatnsslagur kennara þar sem börnin horfa á og hvetja. Það má segja að í starfslýsingunum okkar sé í boð að kunna að leika sér og hafa gaman. Ótrúlega gaman hjá skemmtilegum.

Allt um kring eru þakklætisorð.


Dýrmætar kveðjur sem við erum svo þakklát fyrir.

Hér er elsku Auður okkar með yngsta son sinn, hann Benjamín vin okkar en hann er ynstur af sex systkinum sem öll hafa verið á Laufásborg. Alveg magnað og dásamlegri samferðargöngu að ljúka.

og hér er elsku Júlía með Rebekku sinni, en Júlía hefur verið með okkur öll 14 árin sem er ótrúlegt og yngsta að kveðja. Dýrmæt tengsl. Amma og afi þeirra í Hveragerði hafa verið svo yndisleg að prjóna skólavettlingana og gera það af svo mikilli alúð og hlýju.

Vinir kveðja elsku Agnar okkar eftir fallega kveðjustund á sólinni þar sem við gáfum honum og elsku Degi Djúpalónsperlu sem óskastein fullan af fallegum hugsunum frá okkur.


Við æfum þakklæti.

Elsku yndin kveðja með tréi í náttúrulega garðinn okkar.

Þessi er sæt og fín :)


Vatnsslagi lokið. Stúlknaeining á móti drengjaeiningu.

Ótrúlega gjafmildir foreldrar sem voru að bera í okkur kræsingar.


TAKK
Viðburðir í uppsiglingu


Matseðill vikunnar

Mánudagur - 22. apríl
Morgunmatur   Lífrænt jógúrt og lífrænt heimagert múslí.
Hádegismatur Carrot soup with feta/parsley garnish, wholegrain seed buns and humus. Ingredients;
Nónhressing Heimabakað súrdeigsbrauð með smjöri og kæfu. Aukabitar: Lífræn ávextir.
 
Þriðjudagur - 23. apríl
Morgunmatur   Lífrænn hafragrautur m. lífrænum döðlum og lífrænum kanil. Laktósafrí nýmjólk og haframjólk í boði.
Hádegismatur Steamed fish and potato. Avocado/bean salad. Vegan/vegetarian; Vegetables/tofu noudles.
Nónhressing Heimabakað súrdeigsbrauð með smjöri og ostur. Aukabitar: Lífræn ávextir.
 
Miðvikudagur - 24. apríl
Morgunmatur   Lífrænn hafragrautur m. lífrænum döðlum og lífrænum kanil. Laktósafrí nýmjólk og haframjólk í boði.
Hádegismatur Chicken in Creamy sun-dried tomato sauce, wholegrain rice and fresh vegetables. Vegan/vegetarian; same with vegetables. Ingredients; Chicken, onion, mushroom, tomato, cheese, sour cream.
Nónhressing Hrökkkex og ostur. Aukabitar: Lífræn ávextir
 
Fimmtudagur - 25. apríl
Morgunmatur   Lokað
Hádegismatur Lokað
Nónhressing Lokað
 
Föstudagur - 26. apríl
Morgunmatur   Lífrænn hafragrautur m. lífrænum döðlum og lífrænum kanil. Laktósafrí nýmjólk og haframjólk í boði.
Hádegismatur Fish baked in spicy spinach/coconut sauce. Roasted potato and fresh vegetables. Vegan/vegetarian; Same with vegetables. Ingredients; Onion, ginger, cocnut, tomato, spinach, garlic.
Nónhressing Heimabakað súrdeigsbrauð með smjöri og kæfu. Aukabitar: Lífræn ávextir.
 
© 2016 - Karellen