Innskráning í Karellen

Stórvinur okkar og kvæðamaður, Steindór Andersen hefur unnið með okkur á hverju ári síðan 2008 að kenna kveðskap og gleðja okkur með því að kveða fyrir okkur og gesti. Við ákváðum í sameiningu í janúar 2020 að taka saman efnið og gefa það út í hefti. Hann fékk Hilmar vin sinn með sér í lið og þeir tóku upp efnið. Steindór skrifaði niður lögin og gerði það af sinni alkunnu snilld. Júlía Runólfs, móðir og hönnuður kom að hönnun heftisins. Úr varð falleg útgáfa sem við erum stolt af og endalaust þakklát fyrir. Þetta farsæla og fallega samstarf hefur verið óslitið og áhugi okkar hefur haldið þessu við og við vitum að Steindór kann að meta það við okkur.

Það var svo á vorönn 2023 sem við ákváðum að stofna Kvæðabarnafjelag Laufásborg. Hér er linkur á skemmtilega frétt um þetta fallega verkefni okkar.


© 2016 - Karellen