Innskráning í Karellen

Veturinn 2015-2016 fórum við í samvinnu við okkar frábæru foreldra á tveim kjörnum sem felur það í sér að skólinn skaffar vettlinga á börnin og foreldrar borga vægt gjald á önn.

Þessi hugmynd hefur sannað sig sem snilldarhugmynd og allir vinna. Foreldrar segja til dæmis hvað það er gott að hafa ekki áhyggjur af því að barnið sé með vettlinga með sér, þeir fá ekki skítuga vettlinga heim, börnin týna ekki vettlingum sem er snilld. Börnin eru í vettlingum sem eru þægilegir, hlýjir og við teljum okkur vita hvað hentar þeim best í barnastarfinu. Fyrir okkur kennarana hefur þetta verið ofurjákvætt tekið t.d. út þau samskipti sem eiga sér stað þegar vettlingar finnast ekki, líka er notalegt að hugsa um vettlingana fyrir börnin, þau fá hreina út og setja óhreina í sér fötu þegar þau koma inn. Öll börn hafa vettlinga alltaf sem er yndislegt.

Til að þessi hugmynd gæti farið í framkvæmd þurfti mikilvæga manneskju í viðbót og þar fundum við Laufeyju ömmu sem vildi gjarnan leggja okkur lið í þessu frábæra verkefni. Hún prjónaði semsagt alla vettlingana í tilrauninni. Síðan komu amma Sigríður og afi Gústaf og kláruðu dæmið sem var ótrúlega vel gert af þeim. Þau prjónuðu með gleði í allt sumar og komu færandi hendi í haust. Vá hvað við erum heppin að eiga svona góða að. Laufey er amma úr Ólafsvík og Sigríður og Gústaf búa í Hveragerði.

Skólaárið 2021-2022 byrjum við að bjóða upp á skólaullarsokka líka. Foreldrar eru svo ánægðir með þetta og því ákváðum við að bregðast við þessu. Þetta er algjör snilld, alltaf til sokkar á öll börn og við týnum ekki sokkum barnanna. Foreldrar þurfa ekki að hugsa fyrir því hvort sokkar séu.

© 2016 - Karellen