Innskráning í Karellen

Laufásborg

Laufásvegur 53-55, 101 Reykjavík
Sími: 551-0045, Netfang: laufasborg(hjá)hjalli.is
Leikskólastýrur: Matthildur og Jensína Edda

Fjöldi nemenda er 116 og fjöldi starfsmanna er 24.

Laufásborg

Skólinn er opin frá 08:00-16:15

Hjallastefnuleikskóli sem fékk Grænfánann í mars 2010 og Menningarfána Reykjavíkurborgar fyrir framúrskarandi menningar og listastarf.

Á Laufásborg hefur verið starfræktur leikskóli í tæp 60 ár. Hjallastefnan rekur leikskólann, sem hefur síðan árið 2006 starfað eftir

Hjallastefnunni

Leikskólinn Laufásborg er staðsettur í hjarta Reykjavíkur, gömlu og fallegu húsi með mikla sögu sem jafnan gengur undir nafninu Hamingjuhöllin. Það er mikil menning og saga í nánasta umhverfi skólans og við erum dugleg að nýta okkur það í skólastarfinu með ferðum á listasöfn og gönguferðum.

Dagskráin samanstendur af hópatímum og valtimum. Hér fylgir gott pdf.skjal um það. Hópar af eldri kjörnum fara oft í lengri og styttri ferðir í hópatímum sem eru bæði fyrir og eftir hádegi á degi hverjum. Mikil áhersla er lögð á útikennslu og höfum við verið að þróa náttúrulegt útisvæði á leikskólanum og eru börnin ótrúlega hugmyndarík og flink að leika sér í garðinum.

Á Laufásborg er mikið lagt upp úr hollu og góðu fæði sem matreitt er af mikilli alúð frá grunni. Boðið er uppá er lífrænt ræktað og keypt beint frá grænmetisbóndanum.

Foreldrafélagið styður mjög vel við starfið með virkri þátttöku sinni í allri þróun. Uppákomur á vegum ráðsins eru t.d: fjölskylduhátíðin sem haldin hefur verið með glæsibrag. Allt að 250 gestir hafa glatt okkur með nærveru sinnu og sáu foreldrar, börn og starfsfólk um að skreyta garðinn í blíðskapa veðri. Þá er nú kátt í höllinni. sjá nánar undir linknum "Foreldrafélagið".

Örnámskeið hafa verið haldin að vori fyrir foreldra og reynst vel, sérstaklega að koma saman og tala um uppeldi og deila reynslu. Verkfærakistan er blað með orðfærum sem við styðjumst við í okkar vinnu og deilum með foreldrum.

Hér er umsóknin sem fór frá okkur þegar við sóttum um viðurkenninguna fyrir Menningarfána Reykjavíkurborgar

Söngperlubox Laufásborg

Hér er upptaka af lögum sem við tókum upp á upptökutæki sem foreldrar gáfu skólanum að gjöf á 60 ára afmælinu.

NÁTTÚRA OG LIST Í BORGARUMHVERFI, ÚTIKENNSLA OG FORELDRASAMVINNA Í LEIKSKÓLANUM LAUFÁSBORG.

Í nóvember 2008 fórum við að sækja um styrki í þróunarverkefnið okkar en það hófst skólaárið 2007-2008 og er unnið með það á hverju ári :)

Til upplýsinga og gamans er hér fylgiskjalið í pdf.formi.


Laufásborg hefur verið í hjálparstarfi og starfar þétt með samtökunum SÓL Í TÓGÓ frá árinu 2008.

Við erum í stjórn samtakanna og allir kennarar erum þátttakendur. Þessi samvinna hefur gefið okkur mikið og við heppin að fá að taka þátt og láta gott af okkur leiða. Hér er heimasíða samtakanna http://solitogo.org/

Annað verkefni okkar er að efla og mennta starfsfólkið á barnaheimilinu í Aneho og auka þannig getu heimilisins til þess að búa börnin vel út í lífið. Börn sem alast upp án eigin fjölskyldu fara á mis við tilfinningalegt öryggi. Við viljum leggja okkar að mörkum til þess að bæta þeim það upp og einnig að byggja upp farsælt umhverfi fyrir börn og starfsfólk.


10 mínútnar útvarpsviðtal Sigríðar Ásu Sigurðardóttur við Jensu og foreldra

Það er komin ný og áhugaverð Hljóðskrá á fræðsluvefinn okkar hjá hjallastefnunni. Þetta er útvarpsupptaka með viðtali við Jensu og þrjá foreldra um orðnotkun og jákvæðni í Hjallastefnustarfi. Komið er inn á verkfærakistu Hjallastefnukennarans þangað sem hann getur seilst eftir hugmyndum og viðhorfum sem eru heppileg í starfið og fleira skemmtilegt. Það var Sigríður Ása Sigurðardóttir, tónlistarkennari sem tók þetta viðtal í tengslum við nám sitt í þjóðfræði við HÍ og var svo vingjarnleg að deila með okkur.


Í óvissuferð kennara 2010 varð til þetta frábæra lag:

Í FLÍSPEYSU.

Hér er mp3 upptaka af lagið. Gjörið svo vel.


Í október 2006 voru skólaföt innleidd á Laufásborg í frábærri samvinnu við foreldra.


Helstu ávinningar skólafatanna teljum við vera:
  1. Skólafötin jafna aðstöðumun nemenda og minnka þannig m.a. samkeppni.
  2. Skólafötin eru þægileg og styðja nemendur til sjálfshjálpar og gefa þeim þannig fleiri tækifæri til að upplifa sigra.
  3. Í skólafötunum nýtur einstaklingurinn sín betur án „umbúða." Það er persóna og andlit sem einkennir barnið en ekki fatnaðurinn.
  4. Skólafötin efla skólaandann m.a. með því að skapa liðsheild.
  5. Skólafötin spara mörgum foreldrum og börnum þeirra ágreining t.d. á morgnana um hverju skuli klæðast.
  6. Skólafötin einfalda fatakaup og spara slit á öðrum fatnaði.Á Laufásborg erum við ofurglöð með náttúrulega útisvæðið okkar og þá þróun sem á sér stað hjá okkur með það verkefni og við höfum unnið í samstarfi við Kristínu Þorleifs landslagsarkitekt og snilling. Námskeið foreldra og kennara var haldið og hér fylgja punktar frá henni sem hún gaf okkur í upphafi samstarfsins

Þetta eru punktar frá því að Kristín kom 2007 og við ræddum næstu skref í þróun náttúrulegs útisvæðis.

· Hún segir að það eitt af því sem hún er að gera er að gera "þarfagreinamódel". Þá er verið að skoða náttúrusvæðin út frá þroska, aldri og skynörvun barna.

· Hún kom inn á að örva fleiri skynfæri á útisvæði, sjón, heyrn, lykt og þh.

· Hún talar um að vinna út frá grunnefnunum –Loft-vatn-jörð-eldur. Hún segir að þetta séu efnin sem við nærumst á eins og Aristóteles talaði um. Í göngutúr öndum við að okkur lofti og fáum súrefni úti. Eldur er róandi-bál!

· Garðurinn er leikgarður ekki skrúðgarður!. Börnin byggi, efni sé færanlegt. Nota efniviðinn, hann eigi að veðrast og eyðast. 4 ár líftíminn ef svo má segja. Skipta út nýja brumið eykur sköpun t.d. setja inn skeljar svo eru þær búnar.

· Það á ekki að hugsa garðinn til eilífðar ef svo má segja. Gera skemmtilega hluti sem eru hér og nú og börnin sem eru skapa menninguna og endast kannski bara daginn!

· Alltaf að hugsa garðinn í svæðum, léttara að skoða lítil svæði í einu og breyta einu og einu í einuJ(mátti til).

· Finna Línu langsokk í sérJ hvað mundi hún gera? Setja fæturnar á koddann og hugsaJ

· Skissa garðinn er líka góð leið

· Fá hugmyndir frá 4-5 ára börnunum, hvað dettur þeim í hug. Við eigum að skapa sjálf en gott að fá aðstoð og þekkinguJ frá Kristínu, Óla skóg, Guðjón sem er með stokk og steina.

· Svo var hún með hugmyndir að gera garðinn "glaðlegri" og setja inn hljóðörvun. Útihljóðfæri, þyrlur, osfrv. Ýmsar skemmtilegar útfærslur.

· Hugsa í árstíðum, laða að fugla, vera nýtin.

Markviss útikennsla er einn af okkar stóru þáttum líka og eru kjöraðstæður fyrir félagsfærninám.

Hér er samantekt um markvissa útikennslu af námskeiði hjá Náttúruskóla Reykjavíkur/ Helenu Ólafsdóttir

· Í útikennslu er fræðimenn /konur sem segja t.d. Rachel Carson "ít is not half so important to know as to fell". Joseph Cornell "Teach less, share more" = mjög hjallískt og við bara skellum okkur á hnéin og vekjum áhuga með okkar áhugaJ. Howard Gardner segir um umhverfisgreind, " Hæfileiki mannsins til að greina á milli lífvera í náttúrunni, tengist þörf mannsins að lifa af. Norðmaðurinn Arne N. Jordet segir að útikennsla sé að fara út úr kennslustofunni og nota "nær" umhverfið til kennslu og fara inn til að vinna með kennsluna áfram eða í viðara samhengi og útikennsla á ekki að koma í staðin fyrir innikennslu heldur sem viðbót.

· Kostir útikennslu fyrir nemandann.

1. Aukin námsaðlögun, þe. Einstaklingsmiðað nám.

2. Eykur félagslega færni einstaklingsins, brýtur upp hlutverk nemandanna.Samskipti meiri og flóknari félagslegri tengsl t.d. barn meiðir sig úti=) bjarga sér, hjálpast að, vinna saman. Þegar við erum að "gera" þá kynnumst við betur/nánar. Við spjöllum kannski meira, "mala saman". Vellíðan eykur líkur á jákvæðum samskiptum =) spjalli. Með námi í formi mötunar eiga sér ekki stað samskipti milli nemenda.

3.Eflir heilbrigði og stuðlar að betri heilsu sem er mjög mikilvægt í dag.

4. Aukin hreyfing = ekki spurning

5. Styrkir jákvæða upplifun nemenda af skólastarfi og rannsóknir hafa sýnt fram á það. Þetta er mjög mikilvægt vegna þess að velferð barna er grundvallaratriði til náms/menntunar.

· Kostir fyrir kennarann:

1. Bætir bekkjaranda og styrkir samheldni bekkjarins

2.Dregur úr klíkumyndun í bekk

3. styrkir tengls kennara og nemanda og gerir þau nánari

4. Auðveldar samþættingu námsgreina

· Kostir út frá umhverfi.

1. Gefur manneskjunni meira gildi ef við þekkjum umhverfið okkar.

2. Ef ég t.d. á mitt tré sem mér er annt um þá hefur það gildi fyrir mig. =) umhverfið skiptir méira máli og stuðlar að umhverfisvænni lífsháttum., að hafa þekkingu á umhverfinu. Skynja náttúruna og upplifa hana.

3. Bætir umgengni og virðingu.

· Nesti lyftir samverustundinni á æðra plan =mæli með því! Getur verið mjög einfalt en samt skapað notalega samveru.

· Við erum svo flink nefnilega að eiga okkar stefnumótastað/biðpláss fyrir hópana okkar. Við notum flautur til að ná hópnum saman líka mikilvægt öryggisatriði ef kemur upp neyðartilvik (barn stungið af geitungi!).

· Góð hugmynd er að æfa "heimastofu" úti. Ef hópur fer og er að rannsaka þá er fyrst ákveðið hvar "heimastofan" er. Þannig getur það þróast og skapað reglu í ferðunum sem eru allar ólíkar að við eigum okkar "heimastofu" sem fastan punkt.

· "Allt skemmtilegt". Það er nefnilega svo fyndið að ef lokið er á einhverju sérlega skemmtilegu þá var " allt skemmtilegt" .

· Við þufrum ekki að vera líffræðingar eða náttúrufræðingar! Fræðsla eykst með aukinni reynslu og áhuganum á því sem við sjáum og kynnumst. Við förum þá leið að vekja áhuga barnanna á aukinni þekkingu á náttúrunni, ef þau t.d. fá áhuga á blómum þá munu þau kynna sér /spyrja um heiti blómanna og það sem meira er læra þauJ

· Við þurfum líka að vera tilbúin að sveigja og beygja. Við erum úti í náttúrunni sem er lifandi og þá getur allt gerst! Við ætlum t.d. að skoða sóleyjar en gæsahópur flýgur yfri! Þá fer athyglin á gæsirnar og við vinnum út frá því af því að þær vekja áhuga. Mikilvægt að virða það og sýna sama áhuga ef ekki meiriJ.

· Það er líka góð hugmynd að koma ´ser upp "útikitti", eignast gögn ódýrt dót til að nota í ferðunum.

· Kennarapoki í skólanum. Í honum er: fyrsta hjálp, "gögn", sími, myndavél osfrv.

· Vefurinn natturuskolinn.is er frábær og áhugaverður, mjög aðlaðandi. Þar er einnig að finna námsefnisafn.

· Aðalatriðið fyrir okkur er að vera ekki "þröskuldur" á útikennslu heldur fara af stað með opnum huga, sjá hverju börnin gefa gaum!(munum eftir því), fara á hnéinJ vera jákvæð og glöðJ. Þá gerist galdur.

· Útikennsla er frábær leið fyrir okkur til að auka vellíðan barnanna og stuðla að félagsfærni- við heppin. Og það er í boði að "fara út úr dagskránni" með hópinn sinn og vera ekki í vali. Bara frábært og við vöknum með náttúrunni kæru vinir og vinkonurJ.


© 2016 - Karellen